Eucalyptus og Birds of paradise sending í byrjun Apríl

Við fáum fullt af vinsælu plöntunum aftur. Eucalyptus plantan hefur slegið í gegn og eru stærri Eucalyptus plöntur væntanlegar og einnig fallega plantan Birds of paradise sem getur orðið allt að 2 metrar á hæð.

Núna er aldeilis tíminn til að fara að fyla heimilið af fallegum plöntum og umpotta þeim gömlu.

 

Nýtt íslenskt vörumerki By Embla

By Embla

Við erum ákaflega ánægð með að vera komin með vörumerkið By Embla í sölu í verslun og netverslun íslensk heimili.

Embla Sigurgeirsdóttir er keramikhönnuður sem útskrifaðist 2014 með BA(Hons) í Contemporary Applied Art frá the University of Cumbria í Englandi eftir að hafa lokið tveggja ára keramiknámi hér heima frá Myndlistarskólanum í Reykjavík.

Sumarið 2014 setti hún á fót vinnustofu ásamt hópi af hönnuðum og listamönnum í Íshúsi Hafnarfjarðar þar sem áður var starfrækt frystihús.

Embla vinnur í postulín og nýtir eiginleika þess í hönnun sína.  Hún notar sérstaka hnífa til að skera út og býr þannig til mynstur í verk sín en einnig notar hún þessa tækni til að þynna postulínið og draga fram gagnsæi þess.

Hún leggur áherslu á hreinar línur og notast við einfalda litapallettu.

 

Við erum komin með í sölu þrjár týpur af kertaluktum sem má skoða hér: https://islenskheimili.is/tilbod-2/

Embla býr einnig til blómavasa í ýmsum stærðum þeir koma innan skamms í netverslunina en hægt er að sjá þá í versluninni einsog er. Við erum mjög ánægð með ótrúlega góðar viðtökur við vörunum hennar.

Viljum bjóða þig hjartanlega velkomna í verslunina að skoða úrvalið. Ef þú hefur einhverjar spurningar þá má alltaf senda mail á islenskheimili@islenskheimili.is minnum einnig á að fylgja islenskheimili á instagram.

Fellum niður sendingarkostnað með póstinum tímabundið

Vegna ástandsins þá höfum við ákveðið að fella niður allan sendingarkostnað þegar pantað er með póstinum.

Minnum á að verslunin okkar er opin einsog venjulega og erum við með einnota hanska og spritt í verslun.
Verslunin er þrifin reglulega bæði yfirborð og gólf.

En þeir sem vilja geta nýtt sér netverslunina okkar og fengið sent frítt með póstinum eða valið að fá vöruna heim að dyrum eftir kl 18 á Föstudögum gegn vægu gjaldi en þá keyrum við vöruna sjálf út. Þú getur fengið hvað sem er í heimsendingunni en við erum einnig með plöntur og afskorin blóm sem við erum að fara að bæta inn í netverslunina.

Hlökkum til að aðstoða þig, hvetjum þig til að senda okkur skilaboð á mailið okkar islenskheimili@islenskheimili.is
Einnig er hægt að senda skilaboð á facebook og instagram ef þú hefur einhverjar spurningar.