, ,

Ljúffeng Gulrótakaka

Ég bakaði þessa dásamlegu Gulrótaköku um daginn. Hún er tilvalin yfir sunnudagskaffinu, eða þegar gesti ber að garði. Uppskriftin er frekar fljótleg og auðveld.

 

Það sem þarf:

3 dl olía
3 dl hrásykur
4 egg
50 gr saxaðar valhnetur
6 dl hveiti
2 tsk matarsódi
1 msk kanill
1/2 tsk salt
1 tsk lyftiduft
300 gr rifnar íslenskar gulrætur

Krem
50 g smjör (passið að það sé búið að standa á borði og orðið mjög mjúkt)
250 gr rjómaostur
150 g flórsykur
1 tsk vanillusykur

 

Aðferð: Byrjið á að hræra saman olíu og sykri. Þar næst bætið við einu eggi í einu og hrærið vel. Takið aðra skál og setjið öll þurrefnin saman í skál og blandið vel. Bætið þurrefnunum saman við eggjablönduna. Því næst skaltu saxa valhneturnar smátt og hella útí blönduna ásamt rifnu gulrótunum.

Hitið ofninn á 180 °smyrjið miðlungsstórt bökunarform. fínt ef að deigið fyllir ekki formið alveg að toppi. fínt að skilja eftir pláss því kakan á eftir að lyfta sér vel. hellið deiginu í formið og bakið í 30-40 min eða þar til kakan hefur lyft sér vel og orðin gyllt að lit. Gott er að stinga gaffli eða prjón í miðjuna þegar hún fer að verða til, ef hann kemur alveg þurr úr kökunni þá er hún tilbúin. Takið kökuna úr ofninum, meðan hún kólnar þá er gott að útbúa kremið.

hrærið rjómaost og smjör mjög vel saman. Bætið vanillusykri go flórsykri saman við og hrærið mjög vel. þegar kakan er búin að kólna setjið þá kremið á. Ef kremið er sett of fljótt á þá gæti það lekið af kökunni.

Verði ykkur að góðu.

 

 

, ,

Stórar djúsí möffins

Ég hef lengi leitað af hinni fullkomnu möffins uppskrift. Hef prófað ýmsar og alltaf hafa þær orðið litlar og flatar. Þar til ég rakst á þessa fyrir mörgum árum síðan og úr ofninum komu hinar fullkomnu stóru djúsí möffins.
Uppskriftin sem ég set hér inn er af klassískum vanillu möffins með súkkulaðibitum. En þær eru einnig mjög góðar með eplabitum, möndluflögum og kanil.
Innihaldsefni:
1 og hálfur bolli All purpose hveiti
2/3 bolli sykur
3/4 tsk lyftiduft
3/4 tsk matarsodi
1/4 tsk salt
1 egg
1 bolli Ab mjólk
7 msk brætt smjör
1 tsk vanilludropar
3/4 bolli súkkulaðidropar
eða saxað 56% súkkulaði
(ég notaði frá nóa síríus)
 Smá slettu af mjólk
Aðferð:
Takið tvær skálar eina fyrir þurrefnið : Hveiti, sykur, lyftiduft, matarsóda og salt. í hina fer egg, sýrður rjómi, vanilludropar og smjör. Hrærið öllu vel saman í sitthvori skálinni, og hellið síðan sýrðum rjóma blöndunni yfir í skálina með þrrefnunum.

Bætið súkkulaðidropunum við og blandið öllu vel saman.

Ég nota stóran möffins bakka með plássi fyrir sex stórar möffins. smyr þær vel með smjöri og fylli formið sirka 3/4.
Bakist við 180 gráður í sirka hálftíma eða þar til möffins hefur lyft sér vel og orðnar gylltar að lit.
Verði ykkur að góðu.
Kær kveðja
Ágústa
, ,

Toffee kaka með döðlum,vanillu,kanil og saltkarmellu

Toffee kaka með kaffinu

Þessi er hrikalega fljótleg og góð til að hafa með kaffinu, eða til að taka með í saumaklúbbinn. Hún svíkur engan, gott er að bera fram vanilluís og fersk jarðaber með henni.

 

Innihaldsefni:

250 gr. Döðlur

3 dl vatn

1 tsk. matarsódi

100 g smjör, mjúkt

3 msk sykur

2 egg

150 g hveiti

½ tsk lyftiduft

1 tsk kanill

1 msk vanilludropar

sósan:

100 gr púðursykur

120 gr smjör

1 msk vanilludropar

maldon sea salt

¾ dl rjómi

 

 

Döðlumauk:

 Byrjið á að setja döðlurnar í pott með 3 dl af vatni saman við. Látið suðuna koma upp, lækkið undir og hrærið vel þar til blandan verður orðin frekar þykk og vatnið að mestu gufað upp. Bætið 1 tsk matarsóda útí og maukið með töfrasprota.

Nú er gott að hita ofninn á 180 gráður.

Deigið:

Takið því næst 100 gr smjör við stofuhita og 3 msk sykur og þeytið þar til ljóst og létt. Bætið einu eggi í einu útí og hrærið vel. Því næst er döðlumaukinu blandað saman við og hrært, þar til allt blandast vel saman. Að lokum er hveitinu bætt útí og 1 tsk kanill og 2 tsk vanilludropar. Öllu blandað saman.

Því næst er kringlótt form smurt og deiginu skellt í formið, og bakað í u.þ.b 35 min eða þar til kakan hefur lyft sér vel og er orðin gyllt að lit.

Saltkarmellan:

 Bræðið smjör og púðursykur saman á pönnu og bætið rjómanum við. Passið að hræra vel svo hún brenni ekki við og ekki hafa of háan hita.Bætið vanilludropum útá og sirka 1 tsk af maldon sjávarsalti.Þegar farið er að krauma í henni takið þá af pönnunni og setjið í skál.

í lokin:

Hellið karmellunni yfir kökuna og skiljið smá eftir í skálinni ef sumir vilja meira með ísnum. Skerið jarðaber og berið fram.

Það gæti einnig verið sniðugt að setja piparkökumylsnu í botninn áður en hún er bökuð og blanda smá smjöri við svo hann haldist saman. (einsog gert er við ostakökubotnana) Og setja hvíta súkkulaðibita í deigið sjálft.

Þessi kaka er svo ljúffeng að þið trúið því ekki. Margir þekkja eflaust þessa uppskrift en það er nú bara stutt síðan ég prófaði hana í fyrsta skipti og ég varð bara alveg heilluð. Mér finnst eitthvað svo jólalegt við hana, kannski er það kanil og vanillubragðið hver veit.

 

Kær kveðja
Íslensk heimili