, ,

Lazy Brunch

Það er Laugardagur og rigningar droparnir falla á gangstéttina, svolítið kalt og maður vill bara vera inni, kveikja á kertaljósum og hafa það huggulegt. Hungrið læðist að manni og garnirnar gaula. Ég opna ísskápinn og sé að þar er óopnaður spínatpoki sem þarf að nota og allskyns ferskt og hollt grænmeti. Beikon og egg er eitthvað sem ég á oft til og heppninn var aldeilis með mér þegar ég tók þessu ljúffengu súrdeigsrúnstykki úr frystinum.

Á svona rigningardögum og þegar maður er enn á náttsloppnum á hádegi þá er aldeilis gott að gera brunchinn einfaldan og án mikillar fyrirhafnar. Ég tók Eldfast mót og setti smá sjörklípu í það og setti síðan í heitan ofninn. Ég hugsaði með mér að það væri tilvalið að setja smá hvítlaukssmjör eða kryddsmjör í mótið líka, en ég hugsaði með mér að það myndi ég prófa síðar.

Grænmetið var skolað undir köldu vatninu í vaskinum og paprikan skorin í létta strimla, spínatið fékk líka smá bað og var þurrkað í eldhúspappír. Þegar smjörið var bráðnað og mótið orðið vel heitt þá var það tekið út og beikonsneiðarnar lagðar á það.
Ég vil hafa beikonið mitt vel eldað þannig ég leyfði því að vera í ofninum í u.þ.b 10 min.

Því næst hlakkaði í mér að taka það út og setja tómatana og paprikustrimlana í mótið, færði beikonið aðeins til þannig það var pláss fyrir allt góðgætið. spínatið fór svo í miðjuna og tvö egg fengu að fljóta í spínatbeðinu.
Maldon sjávarsaltið var svo mulið yfir og ferskur svartur pipar.

Súrdeigs rúnstykkin voru hituð og þegar þau höfðu verið í u.þ.b 10 min í ofninum þá setti ég eldfasta mótið með öllu góðgætinu í heitan ofninn. Þarna fékk þetta svo allt að eldast í u.þ.b 10 min til viðbótar.

Lagt var á borð og vatn sett í könnu, það hlakkaði enn meira í mér að smakka þennan ljúffenga mat, hann leit allavega mjög vel út að mínu mati.

Að 10 min liðnum var sest við matarborðið og súrdeigs rúnstykkin skorin til helminga, smurt með smjöri og beikonsneiðar lagðar á það, því næst spínatbeðið með egginu ofaná og paprikustrimlarnir líka. En tómatana lagði ég til hliðar á disknum.
Eggin voru fullkomlega elduð og blandan af saltaða beikoninu, egginu og safanum úr tómötunum var fullkomin samsetning.
Þennan brunch mun ég sannarlega prófa aftur og jafnvel með ferskum aspas og sveppum. Og þá fær örlítið ferskt chilli og hvítlaukur að vera með.

Ég mæli mjög mikið með þessum ljúffenga Lazy Brunch á köldum rigningardögum.

Kær kveðja
Ágústa