,

Djúsí Kjúklinga beikon quesadilla

Quesadilla fyrir 2

Ég myndi eiginlega segja það að mexikanskur matur sé í miklu uppáhaldi hjá mér, hann er bara svo hrikalega góður. Þessa quesadillu geri ég ef mig langar í góðan en fljótlegan mat. Uppskriftin er fyrir tvo en ekkert mál að stækka hana ef fleiri eru við matarborðið.

Það sem þarf í uppskriftina er:

1 kjúklingabringa
4-6 beikonsneiðar
litlar vefjur ( ég keypti heilhveiti)
ost
Gulan Doritos
kál
Gúrku
Tómata
Papriku
Avocado
Salsa sósu
Sýrðan rjóma

Krydd:

Chilli flögur
kóríander
salt og pipar
Kúmin
Smoked paprika
oregano
Töfrakrydd frá Pottagöldrum

Aðferð:

Byrjið á að skera bringuna langsum, þá er hún fljótlari að verða tilbúin. Setjið smá olíu á pönnu og steikið bringuna í gegn, kryddið létt með salti og pipar. Takið 4-6 beikonsneiðar og steikið á pönnu, takið svo til hliðar og skerið í litla bita.
Gott er að setja bringuna í skál og hún svo rifin með tvem göfflum. (lítur út einsog pulled pork)

Því næst er kryddblandan búin til, takið litla skál og setjið sirka matskeið oregano, matskeið smoked paprika, matskeið Töfrakrydd eða annað sambærilegt, smá salt og pipar, sirka matskeið kóríander og teskeið kúmin og smá chilli flögur. Athugið að ég slumpa oft bara í skálina, málin á kryddblöndunni eru ekki heilög. Kjúklingurinn er kryddaður og beikoninu blandað saman við.

Taktu tvær vefjur smurðu þær með Salsa sósu, ef þig langar að nota fljótlegu leiðina þá notaru tilbúna en ef þú vitl gefa þér meiri tíma í þetta þá er ekkert mál að búa til salsa sósu. (set uppskrift af henni síðar) þegar salsa sósan er komin á þá er kjúklingabeikon blanda sett næst og rifinn ostur.
Vefjunni lokað og meiri ostur settur yfir hana, inn í ofn á 200 gráður þar til hún er orðin gyllt að lit og osturinn orðinn krispy ofaná.

En á meðan vefjan er að bakast, þá er gott að leggja á borð. Skera grænmetið og búa til quacamole.

Quacamole

Mér finnst oft best að hafa það bara mjög einfalt, en ég set stundum smá kóríander og svona, fer bara eftir hvernig stuði ég er í.

1 stk Avocado skorið í tvennt, steininn fjarlægður og gott að kreista innihaldið í skál, stappa vel með gaffli, setja  litla tómatbita útí, salt og pipar, lime og smá chilli flögur. Hræra vel og bera fram.

Þá fer maturinn að verða til, ég set þetta beint á diskinn og opna vefjuna, passið ykkur hún er heit. set mulið osta Doritos inní loka aftur og hef salat, salsa, sýrðan rjóma og Quacamole við hliðiná. En kærastanum þykir betra að setja allt grænmetið inní vefjuna ásamt snakkinu.

Svo er bara borðað með bestu lyst.
Verði þér að góðu.

Kveðja
Ágústa

, ,

Ljúffengar sænskar kjötbollur og rustic kartöflumús

Hver elskar ekki Sænskar kjötbollur og kartöflumús? 

Mig langaði svo að geta búið til ótrúlega góðar sænskar kjötbollur og sósu frá grunni. Og rakst á þessa uppskrift á erlendri síðu sem ég er svo búin að breyta og bæta og gera að minni eigin. Svo útbjó ég Rustic kartöflumús með sem er himnensk á bragðið.

 

Það sem þarf fyrir kjötbollurnar:

500 gr Nautahakk
1/4 bolli brauðrasp
handfylli steinselja
1 matskeið Töfrakrydd eða annað All spice krydd
Hnífsoddur Nutmeg
1/4 bolli fínt saxaður gulur laukur
1-2 rif ferskur hvítlaukur
salt og pipar eftir smekk
1 egg
sirka 1/2 til 1 bolli af rifnum piparost
sirka 1 teskeið timian

Aðferð:
Blandið öllu saman í stóra skál og hrærið vel. Búið til 20-25 litlar kjötbollur og steikið á pönnu þar til þær eru orðnar gylltar að lit og eldaðar í gegn. Gott er að hafa ekki of háan hita heldur láta þær steikjast rólega við miðlungsháan hita.
Þegar þær eru tilbúanr takið þær þá af pönnunni og setjið í skál. Og byrjið á sósunni.

 

 

Það sem þarf fyrir sósuna:

5 matskeiðar smjör
3 matskeiðar hveiti
2 bollar vatn
1 og 1/2-2 kjötkraftar
1 bolli rjómi
1 matskeið worcestershire sósa
1 teskeið Dijon sinnep
salt og pipar eftir smekk gott að nota blandaðan pipar fyrir meira bragð.
sirka 1 teskeið af rósmarín (minna en meira því rósmarín er mjög bragðmikið)

Aðferð:

Byrjið á að setja smjörið á pönnuna, þegar það er bráðnað bætið þá við hveiti og hrærið vel. bætið hægt og rólega vatninu og rjómanum og setjið síðan kjötkraftinn útí sósuna og hrærið vel. Því næst fer Dijon mustard útí og Worchestershire sósan. Látið hana sjóða og þegar sósan er farin að þykkna þá getið þið bragðbætt með salt og pipar eftir smekk. Hellið síðan kjötbollunum útá pönnuna og látið malla meðan þið útbúið kartöflumúsina.

 

Það sem þarf fyrir Rustic kartöflumús:

10-12 miðlungsstórar kartöflur
sirka 80 gr philadelphia rjómaostur
sirka 80 gr smjörvi
smá sykur
Ein til tvær sletta af mjólk
salt
blandaður pipar (five pepper blend)

 

Aðferð: Byrjið á að sjóða kartöflurnar. Flysjið og setjið allar í pott með engu vatni hafið lágan hita og bætið smjörva og rjómaost við og stappið, það er mjög gott að gera hana ekki alveg mjúka heldur leyfa litlum karöflubitum að vera í. síðan bætiru við smá slettu af mjólk. sirka 1 msk af sykri og örlítið salt. sirka hálfa til heila matskeið af blönduðum pipar. síðan er bara gott að smakka hana til. Mér finnst hún vera fullkomin þegar allt bragðið nýtur sín, og að það sé ekki yfirþyrmandi bragð af piparnum eða sykrinum. Bara svona fullkomið jafnvægi.

Þá er bara að setjast til borðs og gæða sér á ljúffengum sænskum kjötbollum með rustic kartöflumús.

Verði þér að góðu.
Kær kveðja
Ágústa

, ,

Ljúffeng Gulrótakaka

Ég bakaði þessa dásamlegu Gulrótaköku um daginn. Hún er tilvalin yfir sunnudagskaffinu, eða þegar gesti ber að garði. Uppskriftin er frekar fljótleg og auðveld.

 

Það sem þarf:

3 dl olía
3 dl hrásykur
4 egg
50 gr saxaðar valhnetur
6 dl hveiti
2 tsk matarsódi
1 msk kanill
1/2 tsk salt
1 tsk lyftiduft
300 gr rifnar íslenskar gulrætur

Krem
50 g smjör (passið að það sé búið að standa á borði og orðið mjög mjúkt)
250 gr rjómaostur
150 g flórsykur
1 tsk vanillusykur

 

Aðferð: Byrjið á að hræra saman olíu og sykri. Þar næst bætið við einu eggi í einu og hrærið vel. Takið aðra skál og setjið öll þurrefnin saman í skál og blandið vel. Bætið þurrefnunum saman við eggjablönduna. Því næst skaltu saxa valhneturnar smátt og hella útí blönduna ásamt rifnu gulrótunum.

Hitið ofninn á 180 °smyrjið miðlungsstórt bökunarform. fínt ef að deigið fyllir ekki formið alveg að toppi. fínt að skilja eftir pláss því kakan á eftir að lyfta sér vel. hellið deiginu í formið og bakið í 30-40 min eða þar til kakan hefur lyft sér vel og orðin gyllt að lit. Gott er að stinga gaffli eða prjón í miðjuna þegar hún fer að verða til, ef hann kemur alveg þurr úr kökunni þá er hún tilbúin. Takið kökuna úr ofninum, meðan hún kólnar þá er gott að útbúa kremið.

hrærið rjómaost og smjör mjög vel saman. Bætið vanillusykri go flórsykri saman við og hrærið mjög vel. þegar kakan er búin að kólna setjið þá kremið á. Ef kremið er sett of fljótt á þá gæti það lekið af kökunni.

Verði ykkur að góðu.