, ,

Planta vikunnar – String of hearts

Vegna mikilla fyrirspurna frá ykkur varðandi hinar og þessar plöntur þá ákvað ég að bæta við þessum lið hérna á bloggið sem ber heitið planta vikunnar.  Ég mun taka fyrir eina plöntu í hverri viku og skella hér inn upplýsingum um hana. Vona að þið takið þessum nýja lið hér á blogginu með bros á vör og mun ég reyna mitt besta við að halda honum á lofti.

Að þessu sinni ætla ég að fjalla örlítið um String of hearts (Ceropegia woodii)

Hengiplöntur eru að koma sterkt inn og er string of hearts er ein af þeim. Þessi fallega planta kannast eflaust margir við, en hún var tíð í húsum hjá ömmum og öfum hér í gamla daga.

Tegund: String of hearts er ein tegund þykkblöðungs, þær eiga uppruna sinn að rekja til Suður Afríku og Zimbabwe, en þykkblöðungar þurfa ekki mjög mikla vökvun vegna þess að þeir eru duglegir að geyma vatn í blöðunum. Ég hef séð þá dökkgræna með smá fjólubláu undir blöðunum en svo rakst ég á einn þegar ég var stödd í Plantorama í Danmörku um daginn með hvítum og grænum blöðum og örlitlu bleiku í. Þannig að þeir koma greinilega í margskonar litaafbrigðum.

Birta: String of hearts vill mikið sólarljós en einsog með flestar plöntur er ekki gott að láta þær standa í mjög mikilli sól á heitum sumardögum í stofuglugganum.
Þegar plantan fær mjög góða umönnun þá verðlaunar hún manni og gefur af sér falleg fjólublá blóm.

Staðsetning: hún nýtur sín best í hillu á veggnum eða í hangandi blómapott.

Vökvun: Leyfið moldinni að þorna nokkuð vel milli vökvunar. En hún þarf tíðari vökvun á sumrin vegna hitans og breytingu á loftinu inni hjá okkur.

Stærð: Hún verður um 10 cm á hæð og getur orðið alt að 2-3 metrar á lengd.

Afleggjari Lítið mál er að taka afleggjara af string of hearts, og er í raun talin auðveldasta plantan til þess. En þegar hún er orðin frekar löng og þig langar að klippa smá af henni, þá er tilvalið að setja 3-4 stöngla saman í vatn í örfáa daga og setja síðan í lítinn pott með vikur í botninum og mold sem er góð fyrir kaktus en ég hef séð þá mold í t.d garðheimum.

Er hún eitruð: String of hearts er ekki talin eitruð börnum og gæludýrum.

helstu blómabúðir landsins eiga hana oft til hjá sér, þið þekkið hana á hjartalaga blöðunum. Núna eru einmitt plönturnar að tínast í búðirnar eftir jólatörnina, Nóg úrval og gaman að sjá hversu margar skemmtilegar tegundir eru að koma.

Kær kveðja
Ágústa

, ,

Velkomin

Ég vil byrja á að bjóða ykkur innilega velkomin í vefverslun og blogg íslensk heimili. Og um leið þakka fyrir mjög góðar viðtökur. við erum ótrúlega stolt og ánægð með hvernig síðan og viðtökur hefjast. washologi þvottaspreyin hafa slegið rækilega í gegn, enda snilldarvara. Okkar markmið er að veita ykkur góða þjónustu og vandaðar gæða vörur sem sjást ekki í öðrum verslunum hér á íslandi. Von bráðar mun bætast í vöruúrvalið.

Bloggið verður ansi áhugavert og vonum við að þið fylgist spennt með. Hér verður hægt að lesa um Heimilið, vörurnar okkar, uppskriftir og plöntur. Því jú ef þið hafið verið að fylgjast með snappinu okkar islenskheimili þá er ég mjög áhugasöm um plöntur og á skemmtilegt safn af þeim. Ætla að hafa fastan lið á snappinu sem heitir plöntuspjall. þar sýni ég hvernig á að umpotta plöntur, fer með ykkur í blómabúðir og ýmislegt fleira skemmtilegt.

Vona að þið látið sem flesta vita af okkur og fylgist spennt með komandi tímum.

Kveðja íslensk heimili.