,

Planta vikunnar Birds of Paradise

Planta vikunnar að þessu sinni er hin vinsæla Strelitzia eða öðru nafni Birds of Paradise.
Hún fær þetta nafn vegna fallegu blómana sem hún ber. En þau eru appelsínugul að lit og minna á Hummingbird fuglinn.

Birds of paradise er í miklu uppáhaldi hjá mér vegna þess hversu auðveld hún er í umhirðu og vegna fallegu stóru glansandi blaðanna.

Tegund: Strelitzia öðru nafni Birds of paradise kemur upprunalega frá Suður Afríku. Það eru til nokkrar tegundir af Birds of Paradise en þessi þykir eftirsóknaverð vegna litríkra blóma og hana má hafa inni þar sem hún getur dafnað mjög vel og þykir mjög fallegt stofuprýði.

Staðsetning og birta: Gott er að gefa plöntunni mikla birtu, Gott er að hafa hana nálægt sólríkum glugga. Einnig er gott að setja hana út yfir sumartímann þegar það er orðið mjög hlýtt í veðri. Það á við um flestar blómstrandi plöntur.

Vökvun: Birds of paradise fer í dvala yfir vetrarmánuðina og vex sama og ekki neitt, þá er gott að vökva hana minna og láta moldina þorna vel á milli. En það sem er þægilegt við Birds of paradise er að það sést greinilega ef hún er ekki að fá nóg vatn, þá byrja blöðin að lafa svolítið og neðstu blöðin verða gul og harðna. Yfir sumartímann þegar hún tekur vaxtakipp þá er gott að hafa moldina raka. Alls ekki rennandi en halda henni vel rakri, hún þarf góða vökvun til að vaxa.

Stærð: Birds of paradise getur orðið allt að 2 metrar á hæð sumar jafnvel hærri.

Eitrað: Birds of paradise er eitruð hundum og köttum.

Fyrir hvern: Ég myndi segja að Birds of Paradise væri fyrir byrjendur ef þeir fara vel eftir umhirðu og einnig lengra komna.

, ,

Planta vikunnar Fíkjutré

Planta vikunnar er Fíkjutré

 

Ég elska Fíkjutré, já og í raun bara flestar plöntur. En Fíkjutré er í miklu uppáhaldi. Það þarf svo litla umhirðu og það er alveg ómögulegt að drepa það. Ég hef það á frekar dimmum stað í stofunni og á veturna fellur tréð flest öll blöðin, en þau vaxa svo bara aftur stuttu seinna. Um daginn steingleymdi ég að vökva það í einhverjar vikur og það missti öll blöð en um leið og ég fór að hugsa betur um það að þá komu blöðin strax aftur. Alveg stórkostlegt hvað tréð tekur alltaf mjög fljótt við sér.

Það eru ekki margir sem vita að Fíkjutré lifa inni, og flestöll ávaxtatré. Sítrónutré líka! Þó að þau beri kannski ekki ávöxt inni hjá manni að þá finnst mér það ekkert verra, því blöðin á fíkjutrjánum eru svo einstaklega falleg. Og ekkert fíkjutré vex eins.

 

Yndislegt að hafa það uppi á borði í stórum potti ef borðpláss leyfir

 

Tegund: Fíkjutré koma upprunalega frá Asíu þó þau vaxi víðar í heiminum. Fíkjutrén hafa stór og fallega græn blöð. Margir njóta þess að hafa þau inni hjá sér í pottum til þess að njóta fegurðar þeirra.
Einsog nafnið gefur til kynna að þá bera fíkjutré ávöxt sem nefnist fíkja. En mjög ólíklegt er að þau beri ávöxt innan dyra. Það þarf að hafa þau í gróðurhúsi eða í hlýju landi þar sem meiri birta er og hiti heldur en hér á landi.

Staðsetning og birta: Vegna þess hversu stór fíkjutrén geta orðið að þá er gott að hafa þau á gólfi í stórum potti. Fíkjutré þolir að vera í smá skugga en vex auðvitað best ef það er haft í sól. Passa skal að hafa það ekki í mjög sterkri beinni sólarbirtu þá geta blöðin brunnið örlítið. Fíkjutrén þola alveg smá kulda líka, þá er í lagi að hafa það nálægt glugga eða svalahurð þar sem blæs örlítið inn.

Vökvun: Það þarf ekki mikla vökvun yfr vetrartímann en yfir sumarið e rgott að vökva það vikulega.

stærð: Fíkjutré vaxa mjög hratt líka á veturna en þó hraðar yfir sumartímann. Þau geta orðið mjög stór. Ég er t.d með eitt í versluninni sem er hátt í 2 metrar og er enn að vaxa.

En það er eflaust lítið mál að klippa ofan af því ef maður vill ekki að það vaxi mjög hátt uppí loftið. Þegar þetta er gert þá fara trén yfirleitt bara að verða þéttari í vexti.

Er það eitrað: Fíkjutrén eru ekki eitruð en ávöxturinn sjálfur er eitraður köttum. En það þarf að hafa litlar áhyggjur af því hér á landi þar sem að fíkjutrén eiga erfitt með að bera ávöxt.

Fyrir hvern: Fíkjutré eru jafnt fyrir byrjendur sem reynslubolta í plöntu umhirðu.

 

 

Ef það eru einhverjar plöntur sem þið viljið fræðast betur um þá má endilega commenta hér undir póstinn eða senda e mail á silenskheimili@islenskheimili.is

Kær kveðja
Ágústa

 

 

 

 

,

Planta vikunnar Ólífutré

Planta vikunnar að þessu sinni er ólífutré

Ólífutré hafa verið mjög vinsæl á instagram og pinterest núna undanfarin ár. Þau prýða ýmis heimili og hafa sumir hér á landi nú þegar fjárfest í einu slíku.
Með vorinu koma ólífutré í sumar blómaverslanir en þau eru frekar sjaldgæf sjón hér á landi, eflaust vegna kuldans og lítillar birtu sem við fáum. En margir hafa verið að prófa sig áfram og haft þau innandyra í potti, sem hefur reynst mörgum vel.

 

Við skulum fara aðeins ítarlega í þessi fallegu tré.

Tegund: ólífutré koma frá heitum löndum einsog t.d ítalíu og spán. Þau vaxa þar villt í náttúrunni og geta orðið allt að 10 metra há. Það eru til mjög margar tengundir af ólífutrjám sem verða misháar en öll trén lifa í frekar þurru og heitu loftslagi. Blöðin eru fallega silfurgræn svolítið leðurkennd við viðkomu.

Staðsetning og birta: Gott er að staðsetja ólífutréð í birtumesta hornið í íbúðinni, það þarf allavega 6 klst af góðri birtu til að dafna vel. En vegna dimmu vetrarins þá hafa sumir notast við ræktunarlampa yfir vetrartímann fyrir plönturnar sínar. Oftast liggur vandamálið í lítilli birtu þegar plönturnar okkar dafna ekki velEf þau fá næga birtu þá eiga þau að lifa vel og lengi inni hjá okkur því loftið inni hjá okkur er frekar þurrt einsog í þeim löndum sem þau vaxa í.

Vökvun: Gott er að gefa ólífutrjám góða vökvun einu sinni í viku, og leyfa moldinni að þorna vel á milli vökvunar, því líður ekki vel ef ræturnar liggja lengi í mikilli bleytu. Passa verður að ofvökva ekki því þá er hætta á að ræturnar fúni.
Góð regla er að hafa gott dren í pottinum, og hafa pottinn nógu stóran til að gefa rótunum nógu mikið pláss til að vaxa.

Stærð: ólífutrén geta orðið allt að 10 metra há þar sem þau vaxa villt, en ólífutrén verða yfirleitt ekki svo stór í pottum innandyra. Þar sem ólífutrén vaxa ekki mjög hratt þá þarf ekki að hafa áhyggjur af því að það yfirtaki allt heimilið. Einnig eru til dverg ólífutré sem eru ákaflega falleg og getur í raun verið auðveldara í umhirðu.

Er það eitrað: Nei ólífutrén eru ekki eitruð.

Fyrir hvern: Erfitt að segja nákvæmlega en myndi segja fyrir örlítið lengra komna en byrjendur í plöntu umhirðu.

Kær kveðja
Ágústa