,

Instagram innblástur Leanne Ford

Ég hef áður fjallað um hana leanne Ford hér: https://islenskheimili.is/god-rad-fra-leanne-ford/

En að þessu sinni langar mig að gefa ykkur innblástur frá instagram síðunni hennar, ég tók saman nokkrar myndir og setti þær saman. Mæli með að fylgja Leanne hér: https://www.instagram.com/leannefordinteriors/ það er svo gaman að skoða síðuna hennar og fá innblástur. Auðvitað eru ekkert allar myndirnar sem höfða til manns en margt sem hún gerir þykir mér svo fallegt.

Ég elska hvað sumt er mjög svart og hvítt og annað mýkra og ljósara. En leyfum myndunum að tala sem ég tók saman.

 

Hún setur inn skemmtileg quotes einsig þetta sem á vel við núna.

 

Hún blandar mikið vintage munum við nýtt í hönnun sinni. Það er eitthvað við þennan sófa sem kallar á mig.

 

Eitthvað svo töff við margar myndir hjá henni en ekki á mjög áberandi hátt.

 

 

 

Skemmtilegt saying og flott form í efri myndinni.

 

,

Ikea hack helgarinnar Mossdal hilla

Það hafa margir gaman af skemmtilegum ikea hack sérstaklega ef þau eru mjög auðveld í framkvæmd.
Núna eru margir heima hjá sér og eru að huga meira að heimilinu.

Þeir sem eru í einhverskonar framkvæmda pælingum þá er ég með mjög sniðugt ikea hack sem öll fjölskyldan gæti tekið þátt í. Þú færð manninn þinn í að redda plötunni fyrir þig hvort sem hún er í bílskúrnum eða það þarf að skreppa í timbursölu Bauhaus þar sem þú getur haldið hæfilegri fjarlægð frá starfsmanninum og lætur hann saga hana fyrir þig í þá stærð sem þú þarft.

Margir eiga afgangs prufu málningardollur eftir allt málningaræðið sem er búið að leggjast yfir landann undanfarna mánuði. prufudollurnar hrúgast upp og enginn veit hvað á að gera við þær. Mæli með að kíkja í geymsluna og taka fram fallegan lit og krakkarnir geta rúllað yfir plötuna.

Ef þú vilt mossdal myndahilluna í sama lit og platan sem er að mínu mati lang fallegast þá er hægt að pússa létt yfir hillurnar og mála svo.

Að lokum er svo bara að skrúfa hillurnar á plötuna á þann stað sem þér þykir fallegast. hægt er að festa hana á vegginn líka eða láta hana halla svona uppvið hann (sjá mynd)

Konan á heimilinu getur svo raðað fallegum skrautmunum í hilluna.

kosturinn við að festa hillurnar á plötu er að þá er hún færanleg, sem er mjög mikill kostur fyrir þá sem fá oft breytingaræði á heimilinu.

 

Hér eru tvær settar saman.

 

Hér er hillan sem ég gerði fyrir nokkrum mánuðum.

 

Þeir sem nenna ekki að sækjast eftir plötunni í Bauhaus og láta saga hana fyrir sig í rétta stærð og vita nákvæmlega hvar þeir vilja hafa hillrunar.
Þá er einnig mjög smart að taka bara einn vegg, oft er einn svona veggur á heimilinu sem enginn veit hvað á að gera við, mála hann í fallegum lit og pússa yfir mossdal vegghilur og mála í sama lit og veggurinn. Svo er hægt að raða fallegum tímaritum, bókum og punti. Það er líka ákaflega fallegt að hafa smá kertaljós í hillunum.

 

Grár veggur og gráar hillur undir bækur.

Einfalt og tímalaust

svartur veggur með svörtum hillum er líka töff.

Vonandi höfðuð þið gaman af þessu ikea hacki helgarinnar.

,

Algjör draumur í Svíþjóð

Svíarnir eru bara svo með þetta!

Vildi óska þess að svona falleg húsnæði fyndust her á landi. Þá er ég að tala um þennan einkennandi stíl sem við sjáum svo oft í Svíþjóð. Gamlir listar, guðdómlegur antik arin, gamlar gólffjalir og öll þessu litlu detail í íbúðunum sem gera þær svo sjarmerandi.

En kíkjum í heimsókn inn í þessa fallegu og sjarmerandi eign sem ég rakst á.

 

Hér er búið að hvítta gólfið sem mér finnst passa svo vel hérna inn. Það verður svo létt yfir öllu rýminu.

Hér væri dásamlegt að slaka á. Elska hvað allt er stílhreint og hver hlutur fær að njóta sín.

Þegar við færum okkur yfir í forstofuna þá taka dekkri veggir á móti manni og sérkennilegir borðstofustólar.

Þvílík fegurð! skrautið og hurðakarmarnir poppa algjörlega þegar veggurinn er málaður í aðeins dekkri lit.

Nýtt og gamalt fær að njóta sín í þessari íbúð.

Þessi arinn er svo sérstakur. og sjáið þið hversu töff vínstandurinn er?

 

Eldhúsið er mjög stílhreint og þessir gluggar gera svo mikið, ekki amalegt að sjá fallega ólífutréð út um gluggann.

Algjör draumur.

Herbergin eru mjög rúmgóð og draumi líkust.

Barnaherbergið

Gaman að sjá smá lit á ganginum, en samt tónar allt og passar svo vel saman.

 

Það er svo yndislegt að skoða svona fallegar myndir af drauma heimilum. Finnst þér ekki?  maður má alveg láta sig dreyma.

Á þessum skrýtnu tímum sem við erum að ganga í gegnum þá mæli ég eindregið með því að skoða innblástur fyrir heimilið á pinterest og instagram. Það eru margir sem eru að huga að heimilinu og njóta þess að gera fínt í kringum sig. Reynum að láta fréttirnar eiga sig eða allavega minnka til muna að lesa þær og hlusta. Hækkum í tónlistinn, tökum upp tuskuna og ryksuguna og dönsum við heimilisþrifin!

Slökum á og njótum þess að vera í faðmi fjölskyldunnar, brosum og hugsum til sumarsins þegar við getum baðað okkur í sólinni og andað léttar.

Rafrænt knús til ykkar kæru vinir.