,

Svala make over

Þá er komið að því að sýna ykkur svala make over sem ég gerði um daginn.

Ég var ekki alveg að fíla gráu steypuna sem blasti við mér þegar ég gekk útá svalirnar. Mig langaði að gera þær huggulegar fyrir sumarið en langaði bara alls ekki að kaupa ikea flísar eða setja plast mottu á svalirnar. Ég leitaði eftir innblæstri á Pinterst og Instagram og datt þá í hug snilldarlausn sem myndi ekki kosta mjög mikið, en breytingin yrði mjög mikil. Hugmyndin var að nota stóran stensil á svalirnar til að útbúa fallegt munstur yfir allar svalirnar. Ég hugsaði með mér að þetta yrði nú mikil vinna en þar sem ég er dundari í mér og finnst gaman að gera breytingar á húsgögnum og fleiru þá ætti ég nú alveg að geta þetta líka.

Fyrsta skrefið var auðvitað að byrja að ákveða hvernig stensil ég vildi nota, og fór ég bara á þessar klassísku síður að leita eftir stensil og fann þá flott fyrirtæki á etsy sem heitir stencilit.co þau eru með gott úrval af allskyns stenslum í mismunandi stærðum. Ég sirkaði út hversu stóran stensil ég vildi og hvernig munstur, en ég vildi ekki hafa og miklar krúsídúllur í því.

Svo var bara að panta og stensillinn kom þrem dögum síðar. ótrúlega hröð og góð þjónusta.

Næsta skref var svo að finna góða málningu fyrir ómeðhöndlaðan múr, og fékk ég góða þjónustu í málningardeildinni í Bauhaus. Málningin sem ég notaði er frá sadolin og er sérsaklega fyrir múr. Mér var sagt að ég þyrfti ekki að bera vörn yfir málninguna sem mér fannst sérstakt vegna rigningar og fleira en ákvað að bíða með það. Málningarteip og slétt, lítil málningarrúlla fengu einnig að fljóta með og næsta dag voru svalirnar skrúbbaðar vel. Mér fannst skipta miklu máli að hafa svalirnar eins hreinar og ég gat og lausar við allan sand.

Hér sjáið þið fyrir mynd af svölunum. Voða plain steyptar svalir.

 

Stensillinn lagður niður og teipað í sitthvorn endann.

 

Síðan var bara að hefjast handa. ég byrjaði í einu horni á svölunum. málningin er fljót að þorna þannig í raun skipti ekki máli í hvorum endanum þú byrjar. Ég lagði hann bara niður og teipaði endana svo að stensillinn færi ekki á flug þegar ég myndi hefjast handa. Þegar hafist er handa þá er mælt með að setja ekki of mikla málningu í rúlluna, og þegar búið er að nota hann sirka 6-8 sinnum þá er gott að skola af honum, annars safnast málningin upp ofaná plastinu og það myndast frekar þykkt lag sem erfitt er að þrífa þegar það byrjar að harðna. Trúið mér ég las ekki leiðbeiningarnar, var svo spennt að byrja og núna er málnignin föst sumsstaðar á stenslinum.

Þegar ég var búin að gera einn til tvo stensla þá var ég ekki viss með þetta en þegar það voru nokkrir komnir sem mynduðu þetta fallega munstur þá var ég ótrúlega ánægð með útlitið.

 

Hér sést munstrið mjög vel og hrá steypan fær að glitta í gegn.

 

Lokaútkoman

 

Málningarvinnan tók mig um tvo klukkutíma með smá pásu. Svalirnar eru um 8 fm og ég keypti líter af malningu en það er alveg nóg að taka minni dollu ef hún er til. Ef að stensillinn passar ekki alveg á svalirnar þá er ekkert mál að beygja hann til meðfram svölunum og reyna að rúlla í það musntur sem hægt er. Mér fannst það fallegra heldur en að sleppa því.

Það er búið að rigna aðeins á svalirnar í nokkur skipti og engin málning dofnað eða lekið af. einnig hef ég sópað svalirnar meðan það var bleyta á þeim og ekkert nuddast til. En ég held að það geti alveg verið gott að setja smá vörn yfir einhveskonar glæra vörn, þá verður ef til vill grái liturinn aðeins sterkari sem myndar bara meira contrast í munstrið.

í næstu bloggfærslu fáið þið svo að sjá þegar ég verð komin með fallegan bambus sófa sem ég er að bíða eftir. Plöntur og fleira fallegt.

Takk fyrir að fylgjast með.

,

Instagram innblástur Leanne Ford

Ég hef áður fjallað um hana leanne Ford hér: https://islenskheimili.is/god-rad-fra-leanne-ford/

En að þessu sinni langar mig að gefa ykkur innblástur frá instagram síðunni hennar, ég tók saman nokkrar myndir og setti þær saman. Mæli með að fylgja Leanne hér: https://www.instagram.com/leannefordinteriors/ það er svo gaman að skoða síðuna hennar og fá innblástur. Auðvitað eru ekkert allar myndirnar sem höfða til manns en margt sem hún gerir þykir mér svo fallegt.

Ég elska hvað sumt er mjög svart og hvítt og annað mýkra og ljósara. En leyfum myndunum að tala sem ég tók saman.

 

Hún setur inn skemmtileg quotes einsig þetta sem á vel við núna.

 

Hún blandar mikið vintage munum við nýtt í hönnun sinni. Það er eitthvað við þennan sófa sem kallar á mig.

 

Eitthvað svo töff við margar myndir hjá henni en ekki á mjög áberandi hátt.

 

 

 

Skemmtilegt saying og flott form í efri myndinni.

 

,

Algjör draumur í Svíþjóð

Svíarnir eru bara svo með þetta!

Vildi óska þess að svona falleg húsnæði fyndust her á landi. Þá er ég að tala um þennan einkennandi stíl sem við sjáum svo oft í Svíþjóð. Gamlir listar, guðdómlegur antik arin, gamlar gólffjalir og öll þessu litlu detail í íbúðunum sem gera þær svo sjarmerandi.

En kíkjum í heimsókn inn í þessa fallegu og sjarmerandi eign sem ég rakst á.

 

Hér er búið að hvítta gólfið sem mér finnst passa svo vel hérna inn. Það verður svo létt yfir öllu rýminu.

Hér væri dásamlegt að slaka á. Elska hvað allt er stílhreint og hver hlutur fær að njóta sín.

Þegar við færum okkur yfir í forstofuna þá taka dekkri veggir á móti manni og sérkennilegir borðstofustólar.

Þvílík fegurð! skrautið og hurðakarmarnir poppa algjörlega þegar veggurinn er málaður í aðeins dekkri lit.

Nýtt og gamalt fær að njóta sín í þessari íbúð.

Þessi arinn er svo sérstakur. og sjáið þið hversu töff vínstandurinn er?

 

Eldhúsið er mjög stílhreint og þessir gluggar gera svo mikið, ekki amalegt að sjá fallega ólífutréð út um gluggann.

Algjör draumur.

Herbergin eru mjög rúmgóð og draumi líkust.

Barnaherbergið

Gaman að sjá smá lit á ganginum, en samt tónar allt og passar svo vel saman.

 

Það er svo yndislegt að skoða svona fallegar myndir af drauma heimilum. Finnst þér ekki?  maður má alveg láta sig dreyma.

Á þessum skrýtnu tímum sem við erum að ganga í gegnum þá mæli ég eindregið með því að skoða innblástur fyrir heimilið á pinterest og instagram. Það eru margir sem eru að huga að heimilinu og njóta þess að gera fínt í kringum sig. Reynum að láta fréttirnar eiga sig eða allavega minnka til muna að lesa þær og hlusta. Hækkum í tónlistinn, tökum upp tuskuna og ryksuguna og dönsum við heimilisþrifin!

Slökum á og njótum þess að vera í faðmi fjölskyldunnar, brosum og hugsum til sumarsins þegar við getum baðað okkur í sólinni og andað léttar.

Rafrænt knús til ykkar kæru vinir.