,

Bondi wash sagan

BONDI WASH Sameinar krafta og yndislegan ilm af einstökum jurtum sem vaxa villt í Ástralíu. Algjör lúxusvara með blöndu af hágæða ilmkjarnaolíum og náttúrulegum innihaldsefnum. Gott úrval af vörum sem eiga sér engan líkan, eru góðar fyrir þig, umhverfið og heimilið.

Bondi wash var stofnað árið 2013 af henni Belindu sem er 3 barna móðir sem býr á Bondi wash svæðinu í Ástralíu. Hún fékk innblástur af línunni úr sögunni Perfume eftir Patrick Suskind, sem er um magnaðan kraft ilmsins. Hún las bókina þegar hún var á ferðalagi um Norður Queensland þegar hún var umkringd einkennilegri náttúru svæðisins. Hún hugsaði með sér hvort að hægt væri að gera dásamlega ilmi úr náttúru Ástralíu, rétt einsog Frakkar hafa gert í áraraðir.

Bondi ströndin Ástralíu

Vörulínan varð svo síðar að veruleika, sérfræðingar í efnafræði komu að þróun línunnar, sem notuðu eingöngu nýjustu og bestu tæknina sem völ er á. Vörurnar voru prófaðar á fólki með viðkvæma húð.

Allar BONDI WASH vörurnar eru 99-100 prósent og gerðar úr plöntum. Engin óþarfa aukaefni. Eina efnið sem er ekki gert úr plöntu er food grade rotvarnarefni til að tryggja langlífi vörunnar. Vörurnar eru án eiturefna, niðurbrjótanlegar og öruggar kringum börn, gæludýr og matvæli svo eru þær einnig bakteríudrepandi.

BONDI WASH ilmirnir hafa verið þróaðir þannig að þeir líkjast einna helst ilmvatni, í grunninn er notuð yndisleg bush olía. Aðrir ilmir frá Ástralíu eru svo blandaðir saman við og verða að top note, middle note og base note einsog ilmvötnin eru gerð. Ilmirnir eru númeraðir, og nota þau aldrei gervi ilmi. í vörunum er að finna forvitnilega ilmi, ekki bara þessa einföldu einsog eucalyptus og tea tree, heldur blöndur sem eru upplífgandi og gera heimilisverkin að nýrri upllifun.

Á brúsunum eru 4 triggerar sem stjórna því hversu mikið magn kemur, vegna þess eiginleika þá er varan að endast þér mun lengur.  Vörulínan fyrir heimilisþrifin innihalda Bench spray með lemon tea tree og mandarin eða Tasmanian pepper og lavender. Glerúða með sydney piparmyntu og rósmarín, gólfsápu með lemon tea tree og mandarin og uppþvottalög einnig með lemon tea tree og mandarin ilminum.Við vorum einnig að taka inn yoga mat spray sem er sniðugt ti að fríska uppá æfingamottuna og það drepur einnig bakteríur.

Við erum nýlega búin að taka inn uppþvottalöginn, gólfsápuna og bench sprayið í mini pakkningum sem eru 125 ml. Tilvalið fyrir þá sem vilja prófa vöruna, og einnig sniðugt að taka hana með í ferðalagið eða sumarbústaðinn.

Gerðu þrifin skemmtilegri með dásamlegu Bondi wash vörunum. Tilvalið að hafa uppi á borði vegna þess hversu fallegar pakkningarnar eru, sem auðveldar manni líka að grípa í brúsann þegar þörf er á.

Hægt er að skoða úrvalið af Bondi wash vörunum hér https://islenskheimili.is/shop/bondi-wash/

Kær kveðja
íslensk heimili

0 athugasemdir

Skrifa athugasemd

Viltu taka þátt í umræðunni?
Endilega skrifaðu athugasemd!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.