5 fallegar plöntur fyrir byrjendur

Ertu að hefja þín fyrstu plöntukaup og veist ekki hvaða planta gæti hentað þér.

Ég heyri mjög oft af fólki sem er hægt og rólega að smitast af plöntuæðinu og vill byrja rólega og kaupa sér nokkrar plöntur til að fegra heimilið. En það getur oft fylgt því mikill valkvíði, sérstaklega þegar maður hefur ekki mikla þekkingu á plöntum.

Mig langar til að sýna ykkur 5 fallegar plöntur sem auðvelt er að hugsa um.

 

mánagull/mánageisli

Mánagull eða mánageisli kemur í hinum ýmsu afbrigðum græn blöð með gulu í, græn blöð með hvítu í o.fl.

þið þekkið hann alltaf af hjartalaga hangandi blöðunum. Þessi planta er mjög auðvled í notkun og allt í lagi ef hún þornar aðeins á milli. Hún er eitruð þannig gott er að staðsetja hana ofarlega á hillu eða setja hana í hengipott, svo að gæludýrin eða börnin nái ekki í hana. Plöntur sem eru eitraðar hreinsa loftið mjög vel inni hjá okkur, þær taka öll slæmu efnin sem myndast inni hjá okkur t.d af mengun, sígarettureyk, eiturefni úr málningu svo eitthvað sé nefnt.

 

String of hearts

Ég myndi segja að string of hearts sé meðal vinsælustu blómanna núna. Hún er auðvitað alveg hrikalega auðveld í umhirðu og vex einsog enginn sé morgundagurinn. þarf mjög litla vökvun vikulega. Það má alveg hafa hana á skuggsælum stað þó að flestum plöntum líði nú best í smá dagsbirtu. Það er auðvelt að taka afleggjara af henni og svo prýðir hún hvaða horn heimilsins sem er.

Hún kemur með alveg grænum blöðum, svo kemur hún með svona dökkfjólubláu undir blöðunum og mjög sjaldgæft afbrigði af henni kemur með hvítu og ljósbleiku í blöðunum.

 

Það er ákaflega fallegt að setja vír í pottinn hjá henni og vefja utanum.

 

monstera

Hér er mynd af þessari hefðbundnu monsteru

 

Monsteruna þekkja mjög margir og eflaust eiga margir hana nú þegar. En vissiru að það koma önnur afrigði af monsterunni? Ein kallast Swiss cheese og önnur er einsog hefðbundna monsteran en hún er með hvítum blöðum, ákaflega falleg.

Það er mjög auðvleet að hugsa um monsteruna og nóg að vökva hana vikurlega, og alltí lagi ef hún gleymist aðeins. Gott er að hafa nóg pláss í kringum hana því hún getur orðið mjög stór og plássfrek. hún þarf ekki sterkt sólarljós aðeins ágætis birtu en hentar alveg á skuggsælum stað líka.

 

Monstera variegated

 

Swiss cheese eða monstera obliqua

 

Rubber plant

Ficus plöntur eða Rubber plant geta orðið mjög stórar og fallegar og njóta þær sín einstaklega vel á gólfinu eða í blómastand. Það er líka hægt að kaupa mini plöntur sem gaman er að fylgjast með vaxa og dafna.
vökvun sirka einu sinni í viku og þola alveg hálf skuggsælan stað á heimilinu.

 

Þessi er orðin ansi tignarleg.

 

Ficus kemur líka variegated með smá bleiku og hvítu í blöðunum. Þannig plöntur eru í uppáhaldi hjá mér.

 

Peperomia

Peperomia kemur í ýmsum útfærslum, litum og lögun. Mjög auðveld í umhirðu einsog allar plönturnar sem ég er búin að telja upp hér að ofan. þarf litla vökvun og má alveg gleymast aðeins, mun betra heldur en að ofvökva hana því þá mun hún deyja fljótt.

Falleg og fæst oft í hinum helstu blómabúðum landsins.

 

Þær geta verið mjög ólíkar en allar af sömu tegund.

 

Ég vona að þið hafið notið þess að skoða með mér 5 fallegar plöntur fyrir byrjendur. En auðvitað eru til margskonar plöntur sem hæfa byrjendum mjög vel. En þetta eru svona topp 5 sem ég mæli með að prófa!

Njótið dagsins og sjáumst fljótt

Kær kveðja
Ágústa

0 athugasemdir

Skrifa athugasemd

Viltu taka þátt í umræðunni?
Endilega skrifaðu athugasemd!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.