, ,

Plöntu instagram

Það er svo ótrúlega gaman að gleyma sér stundum við að skoða instagram, og sérstaklega ef maður er heppinn og finnur instagram síðu þar sem flest allar myndirnar veita manni innblástur.

Ég er með nokkrar skemmtilegar instagram síður sem ég kíki reglulega á og ætla ég að sýna ykkur plöntu áhugafólki hvaða instagram síður það eru, en dreifa þeim í nokkra pósta þar sem það eru svo margar síður sem ég fylgi. Kommentið endilega undir færsluna og segið mér hver ykkar uppáhalds plöntu instagram eru.

 

Mina Milanda

Falleg blómabúð í Noregi með um 18.000 fylgjendur. Þau selja einnig allskyns blómapotta og vasa frá mismunandi heimshornum sem allar eru handgerðar. Stundum hanna þau sínar eigin vörur ef þau hafa ekki fundið hana annarsstaðar til að flytja inn í verslunina. Maður getur sko alveg gleymt sér í að skoða fallegu myndirnar þeirra á instagram og einnig fallegu litlu videoin sem þau gera.

https://www.instagram.com/minamilanda/?hl=en

 

Little and lush

Anna er 24 ára gömul frá Sviþjóð og heldur úti instagram síðunni Little and lush. Myndirnar hennar eru einstaklega fallegar og sýna oft fallegar nærmyndir af plöntunum og einnig flottar uppstillingar. Hún er með yfir 28.000 fylgjendur á síðunni sinni.

https://www.instagram.com/littleandlush/?hl=en

 

Houseplant_fanatic

Þriðja og síðasta Plöntu instagram síðan sem ég ætla að sýna ykkur í dag er houseplant-fanatic  frá henni Vivian Jespersen sem býr í Danmörku. Hennar markmið er að breyta íbúðinni sinni í frumskóg. Myndirnar hennar eru dásamlega fallegar en hún er frekar ný á instagram og er eingöngu með um 1200 fylgjendur og færri myndir en hinir, en ótrúlega gaman að fylgjast með síðunni hennar stækka.

https://www.instagram.com/houseplant_fanatic/?hl=en

 

Ég ætla að segja þetta gott í bili af Plöntu instagram síðum sem vert er að skoða. En mun að sjálfsögðu segja ykkur frá fleiri svona gullmolum síðar.

Kær kveðja
Ágústa

, ,

Planta vikunnar Medinilla

Planta vikunnar að þessu sinni er hin undurfagra Medinilla.

Ég sá hana fyrst þegar ég var að skoða instagram og varð bókstaflega dolfallinn. Þessi planta blómstrar svo hrikalega fallegum stórum bleikum blómum. Það er ótrúlega gaman að fylgjast með henni vaxa og dafna. Mig var búið að langa mjög lengi í hana eða rúmlega ár, ég spurði oft fyrir um hana í blómaverslunum hér heima en hún var aldrei til.

Svo átti ég leið mína í Bauhaus og rakst þar á fjöldann allann af fallegum plöntum. Fannt þeir einmitt vera með plöntur sem ég hafði ekki séð í helstu blómaverslunum landsins. Ég ákvað því að spurja dreng sem ég sá að var að vinna í blómadeildinni hvort hann hafði einhverntímann pantað Medinillu. Hann sagði mér að svo hefði verið, en frekar langt síðan.

Hann var mjög áhugasamur og vildi endilega panta hana fyrir mig, eftir að ég sagði honum hversu erfitt væri að eignast þetta blóm hér á landi. Hann tók niður nafnið mitt og símanúmer og sagðist senda mér sms þegar hún kæmi. Rúmlega tvem vikum síðar fæ ég sms og bruna í verslunina. Fékk að fara bakatil á lagerinn og velja mér eina. Ég var einsog barn í leikfangaverslun. Hrikalega spennt og ánægð að taka þessa fallegu plöntu með mér heim.

 

Það eru til ýmis afbrigði af Medinillu en sú sem ég fékk í Bauhaus var með dökkbleikum blómum og heitir Medinilla Royal intenz.Sú sem mig langar að eignast núna er með ljósbleikum og heitir Medinilla Magnifica.

 

Skoðum aðeins hvernig er best að hugsa um hana

Tegund:  Medinilla er hitabeltisplanta sem getur orðið allt að einn og hálfur metri að stærð. Medinilla vex í hitabeltisskógum einsog orkedíurnar í holum trjáa og á þeim, En hefur verið ræktuð innandyra í hundruð ára. Hún er einnig kölluð Rose grape, philipinne orchid, Pink lantern plant eða chandelier tree. Seint á vorin eða í byrjun sumars byrjar hún að blómstra fallegum bleikum blómum sem hanga niður milli laufblaðanna. Hún getur blómstrað í allt að 6 mánuði.

Staðsetning og Birta: Medinilla þarf að vera á hlýjum stað og vill hafa raka í lofti til að halda lífi. Hún þolir ekki ef hitastigið fer niður fyrir 10 gráður. Best er að halda hitastiginu í 17 – 25 gráðum. Hún elskar hlýju frá sólinni en ekki að standa beint í sterku sólarljósi útí glugga. Gott er að halda henni í smá fjarlægð en þannig að hún fái góða birtu. Svo er gott að halda henni í köldu lofti á næturnar. Því það hjálpar henni að auka vöxt blómanna.

Vökvun:  Ólíkt Orkedíum þá tekur Medinilla ekki raka og næringu gegnum loftrætur. Hinsvegar hefur hún stór falleg græn blöð sem heldur rakanum og næringu inní svipað og þykkblöðungar gera. Það er gott að vökva hana mjög vel einu sinni í viku. Einnig er gott að úða yfir hana reglulega með volgu vatni. Sérstaklega á þurrum köldum vetrardögum. Hún mun líka elska það ef þú ert með rakatæki í gangi á heimilinu, sérstaklega yfir vetrarmánuðinn. Haltu henni frá opnum gluggum eða hurðum þar sem mikill gegnumtrekkur kemur.

Stærð: Getur orðið allt að einn og hálfur metri að stærð.

Er hún eitruð: Medinilla er ekki eitruð.

Kveðja
Ágústa

, ,

Mini leirpottur fyrir afleggjara

Ég kíkti við í Blómaval í dag og rakst á þennan ótrúlega sæta mini leirpott. Hann er það lítill að hann passar í lófann minn.
Um daginn tók ég afleggjara af string of hearts plöntunni minni, því ef ég á að vera hreinskilin þá hef ég bara aldrei tekið afleggjara af plöntunum mínum og langaði að prufa mig áfram.
Ætli þetta verði svo ekki eitthvað hobby og um alla íbúð eiga eftir að finnast hinir ýmsu afleggjarar í svona sætum mini pottum.

En hann var nú ekki svona á litinn þegar ég keypti hann ég málaði hann með prufumálningu sem ég hafði fengið um daginn, því það eru framkvæmdir í gangi í svefnherberginu. Við ætlum að mála einn vegg, en það getur verið vandasamt að finna rétta litinn. það er ótrúlega auðvelt að taka afleggjara af string of hearts plöntunni, maður bara klippir smá bút og hægt er að setja hann beint í mold en ég kaus að hafa hann í vatni í nokkra daga fyrst. Og viti menn það eru að koma fullt af litlum nýjum blöðum á hann.

Ég hef aldrei átt string of hearts plöntu, en ákvað að prufa að fjárfesta í einni, mér fannst þessi svo falleg því það er svona ljósbleikt ofaná sumum blöðunum. Ég er voðalega hrifin af hengiplöntum núna og plöntum sem eru með hvítum og grænum eða bleikum og grænum blöðum.

Svo við höldum okkur nú við efnið þá málaði ég pottinn og klippti afleggjarann aðeins til svo hann myndi ekki hanga langt fyrir neðan pottinn. Setti smá vikur í botninn og mold. Bleytti aðeins í henni og setti litil göt þar sem ég vildi setja afleggjarana.

Stakk afleggjurunum ofaní moldina og þétti frekar vel, setti svo örlítið meiri mold í lokin. Og þá er komin þessi ótrúlega fallega mini string of hearts planta.

 

Hversu cute

 

Það er svo gaman að leika sér með svona afleggjara og hægt er að finna allskyns litla sæta vasa eða potta til að hafa þá í. Um að gera að leika sér með þetta og hafa gaman af.

Þangað til næst!

Kveðja
Ágústa