,

5 fallegar plöntur fyrir byrjendur

Ertu að hefja þín fyrstu plöntukaup og veist ekki hvaða planta gæti hentað þér.

Ég heyri mjög oft af fólki sem er hægt og rólega að smitast af plöntuæðinu og vill byrja rólega og kaupa sér nokkrar plöntur til að fegra heimilið. En það getur oft fylgt því mikill valkvíði, sérstaklega þegar maður hefur ekki mikla þekkingu á plöntum.

Mig langar til að sýna ykkur 5 fallegar plöntur sem auðvelt er að hugsa um.

 

mánagull/mánageisli

Mánagull eða mánageisli kemur í hinum ýmsu afbrigðum græn blöð með gulu í, græn blöð með hvítu í o.fl.

þið þekkið hann alltaf af hjartalaga hangandi blöðunum. Þessi planta er mjög auðvled í notkun og allt í lagi ef hún þornar aðeins á milli. Hún er eitruð þannig gott er að staðsetja hana ofarlega á hillu eða setja hana í hengipott, svo að gæludýrin eða börnin nái ekki í hana. Plöntur sem eru eitraðar hreinsa loftið mjög vel inni hjá okkur, þær taka öll slæmu efnin sem myndast inni hjá okkur t.d af mengun, sígarettureyk, eiturefni úr málningu svo eitthvað sé nefnt.

 

String of hearts

Ég myndi segja að string of hearts sé meðal vinsælustu blómanna núna. Hún er auðvitað alveg hrikalega auðveld í umhirðu og vex einsog enginn sé morgundagurinn. þarf mjög litla vökvun vikulega. Það má alveg hafa hana á skuggsælum stað þó að flestum plöntum líði nú best í smá dagsbirtu. Það er auðvelt að taka afleggjara af henni og svo prýðir hún hvaða horn heimilsins sem er.

Hún kemur með alveg grænum blöðum, svo kemur hún með svona dökkfjólubláu undir blöðunum og mjög sjaldgæft afbrigði af henni kemur með hvítu og ljósbleiku í blöðunum.

 

Það er ákaflega fallegt að setja vír í pottinn hjá henni og vefja utanum.

 

monstera

Hér er mynd af þessari hefðbundnu monsteru

 

Monsteruna þekkja mjög margir og eflaust eiga margir hana nú þegar. En vissiru að það koma önnur afrigði af monsterunni? Ein kallast Swiss cheese og önnur er einsog hefðbundna monsteran en hún er með hvítum blöðum, ákaflega falleg.

Það er mjög auðvleet að hugsa um monsteruna og nóg að vökva hana vikurlega, og alltí lagi ef hún gleymist aðeins. Gott er að hafa nóg pláss í kringum hana því hún getur orðið mjög stór og plássfrek. hún þarf ekki sterkt sólarljós aðeins ágætis birtu en hentar alveg á skuggsælum stað líka.

 

Monstera variegated

 

Swiss cheese eða monstera obliqua

 

Rubber plant

Ficus plöntur eða Rubber plant geta orðið mjög stórar og fallegar og njóta þær sín einstaklega vel á gólfinu eða í blómastand. Það er líka hægt að kaupa mini plöntur sem gaman er að fylgjast með vaxa og dafna.
vökvun sirka einu sinni í viku og þola alveg hálf skuggsælan stað á heimilinu.

 

Þessi er orðin ansi tignarleg.

 

Ficus kemur líka variegated með smá bleiku og hvítu í blöðunum. Þannig plöntur eru í uppáhaldi hjá mér.

 

Peperomia

Peperomia kemur í ýmsum útfærslum, litum og lögun. Mjög auðveld í umhirðu einsog allar plönturnar sem ég er búin að telja upp hér að ofan. þarf litla vökvun og má alveg gleymast aðeins, mun betra heldur en að ofvökva hana því þá mun hún deyja fljótt.

Falleg og fæst oft í hinum helstu blómabúðum landsins.

 

Þær geta verið mjög ólíkar en allar af sömu tegund.

 

Ég vona að þið hafið notið þess að skoða með mér 5 fallegar plöntur fyrir byrjendur. En auðvitað eru til margskonar plöntur sem hæfa byrjendum mjög vel. En þetta eru svona topp 5 sem ég mæli með að prófa!

Njótið dagsins og sjáumst fljótt

Kær kveðja
Ágústa

, ,

Rustic pottar og plöntur

Plöntu og potta pælingar dagsins!

Mér finnst ákaflega gaman að rölta um blómabúðir og skoða úrvalið, og oftar en ekki fær ein til tvær plöntur að fylgja mér heim. Ég er oft búin að ákveða fyrirfram hvaða plöntur það eru sem heilla mig, ég elska líka þegar að plantan sem hefur verið á óskalistanum um langan tíma birtist einn daginn í blómabúðinni. það eru skemmtilegustu heimsóknirnar í blómabúðirnar.

Mér finnst oft gott að bíða aðeins með að kaupa utanyfir pottinn, sem sagt sem fer utanum plastpottinn. það er vegna þess að oft þarf að umpotta plöntunum og þá er hinn potturinn sem þú fjárfestir í jafnvel of lítill.
En þegar það þarf að umpotta henni þá er best að kaupa aðeins rýmri plastpott, vikur (stórar leirkúlur) sem fást í litlum pokum í blómabúðunum, og nýja ferska mold.

Blómakaupendur vilja líka oft stressa sig of mikið á að umpotta en stundum er líka bara gott að leyfa plöntunni að venjast nýja heimilinu, það eru önnur loftgæði t.d í blómabúðinni heldur en heima hjá okkur. Svo er fínt að taka sér smá tíma í að finna fallegan pott, því að mér finnst þeir í raun skipta jafn miklu máli og plantan sjálf. Þeir breyta útliti plöntunnar mjög mikið, ég myndi segja að þetta væri svona svipað og fyrir okkur mannfólkið  þegar við konurnar förum í fallegan kjól þá er heildarútlitið orðið allt annað heldur en þreyttur joggingalli. Við eigum að gefa okkur smá tíma í að finna fallegan kjól fyrir plöntuna okkar. Þá nýtur hún sín sem best á heimilinu og fegrar það enn meira.

 

Undanfarið hef ég heillast mjög mikið af fallegum  Rustic pottum

 

Brúnir keramik pottar passa mjög vel við fallega grænar plöntur, sem eru með sérkennilegum áberandi blöðum, einsog t.d fíkjutré og pilea.

 

Fíkjutré er í miklu uppáhaldi hjá mér og það lifir góðu lífi inni í stofu.

 

Rustic blómapottar þurfa ekki alltaf að vera mjög grófir og líta út fyrir að vera gamlir og notaðir, þeir geta líka verið svartir og mjög hlutlausir í útliti. Eins og t.d þessi hér að neðan, sem passar mjög vel við plöntuna skýjablett.

 

ótrúlega fallegt, hlutlaus svartur pottur þar sem plantan fær að njóta sín.

 

ólífutré hafa verið ótrúlega vinsæl og þá aðallega svona minni dvergtýpa, Blöðin á ólífutrjám eru svona silfurgrá undir og fallega græn ofaná. Þessvegna finnst mér  grár grófur pottur passa einstaklega vel við hana.

 

Pottar með svona steypuáferð eru ótrúlega sjarmerandi.

 

Þessi planta heitir smæra.

 

Fallegast finnst mér það þegar að plantan fær að njóta sín í einföldum en fallegum potti. Um leið og plantan er komin í mjög áberandi marglitan pott þá finnst mér potturinn taka alla athyglina frá fegurð plöntunnar, og þar af leiðandi nýtur hún sín ekki eins og hún ætti að gera.

 

 

Pottarnir þurfa nú ekkert endilega að vera bara í brúnum, gráum, svörtum og hvítum pottum. Með haustinu væri fallegt að hafa þá í t.d grænum  pottum einsog þessi hér fyrir ofan. Græni liturinn tónar mjög fallega við grænu plöntuna svo eru undirskálar í stíl líka ákaflega smart.

Þetta voru  pælingar dagsins um Rustic potta og plöntur!

Kveðja
Ágústa

, ,

Vatnaplöntur

Plöntur í glervösum með vatni í kemur ótrúlega vel út. 

Ég vafra mikið um á netinu og fylgist mjög mikið með nýjustu trendunum og það sem ég hef rekist á undanfarið eru plöntur sem eru hafðar í glervösum með vatni í. Já fyrst fannst mér þetta svolítið undarlegt, en núna þegar ég er byrjuð að sjá meira og meira af þessu þá er þetta bara nokkuð flott. Eina sem þarf að huga að er að passa að skipta um vatn reglulega, til að plantan haldist fersk og fín.

Við skulum líta á nokkrar myndir af þessari snilldar hugmynd.

 

Hér er þykkblöðungur settur í mjög einfaldan vasa.

Það er allskyns úrval af glervösum í verslunum sem kosta ekki mikið og gaman gæti verið að hafa nokkra svona litla þykkblöðunga saman í hóp í misháum glervösum.

 

Fíkjutré í smart vasa.

 

Fíkjutré eru í miklu uppáhaldi hjá mér, og er ég með eitt þannig heima og einnig í versluninni. Það sem heillar mig við þau er lagið á blöðunum, en það er frekar sérkennilegt en ákaflega flott. Svo getur fíkjutréð orðið mjög stórt, en ekkert mál að klippa þá bara af því. Það eru margir sem halda að ekki sé hægt að hafa sítrónu, fíkju og ólífutré inni hjá sér, en það er algengur misskilningur. það koma ef til vill ekki ávextir á það en þau eru bara svo flott, og skreyta rýmið mjög mikið.

 

Hér er búið að koma einu fyrir í string hillu. Mjög flott að hafa tvær bækur undir vasanum.

 

Tvö Eikar tré í skemmtilegum kringlóttum vösum. Það sama væri hægt að gera við Avocado steina.

 

 

Þeir sem eiga Pileu kannast eflaust við það vandamál að upp koma mjög mörg börn (litlir afleggjarar) Þá er mjög sniðugt að taka mismunandi litla glervasa og koma þeim fyrir þar.  En svo var ég reyndar að heyra það að ef þú vilt að plantan þétti sig vel, þá á ekki að taka afleggjarana sem spretta upp í moldinni heldur leyfa þeim að vera.

 

Þetta er ótrúlega smart hugmynd og finnst mér þetta enn sniðugura fyrir þá sem gleyma að vökva blómin sín. Svo er bara eitthvað svo töff við það að láta sjást svona í ræturnar á plöntunni.

Kveðja Ágústa