,

Sniðugar hugmyndir fyrir veröndina

Þegar það fer að birta til og hlýna úti og sólin lætur aðeins sjá sig. Þá er svo gaman að taka til á svölunum/pallinum og gera allt klárt fyrir sumarið. Margir fara á stjá í blómabúðirnar og leita af fallegum útiplöntum, grillum og garðhúsgögnum.

Svo er svo margt hægt að gera sjálfur sem kostar ekki endilega mikinn pening og maður þarf heldur ekki að vera með smiðspróf til að framkvæma verkið. En kíkjum á nokkrar skemmtilegar hugmyndir til að gera veröndina huggulega fyrir sumarið.

 

Hér má sjá skemmtilega rólu sem væri hægt að gera úr vörubrettum. Svo má gera hana huggulega með fallegum púðum og teppi.

 

það er mjög vinsælt að gera sófa og sófaborð úr vörubrettum. hægt er að fá þau ókeypis hjá mörgum matvöruverslunum og fyrirtækjum, bara spurja lagerstrákana.

 

Það er mjög huggulegt að hafa ljósaseríu eða kertaluktir á svölunum og gefa þau ákveðna stemmingu og hlýleika á kaldari sumarkvöldum. skoðum nokkrar hugmyndir af því hvernig er best að útfæra þær.

 

Það er mjög huggulegt að hafa svona hangandi ljós en þau fást í t.d ikea og hinum ýmsu verslunum.

 

Ef þú veist ekki hvar þú getur hengt þau, en langar að hafa þau á ákveðnum stað, þá er þessi hugmynd mjög sniðugt. En þarna eru stöngum skellt ofaní steypta klumpa og ljósin fest á sitthvorn endann. ekkert mál að útbúa þetta, en svona steypa fæst í pokum í byko og fleiri búðum.

 

Það er algjört möst að hafa falleg sumarblóm á veröndinni, en mér þykja ólífu og sítrónutré líka einstaklega smart. Á myndinni hér að neðan er búið að festa vírgrínd utaná húsið svo eru litlir pottar festir hér og þar og sumarblómum skellt ofan.

Sniðug hugmynd ef veröndin er lítil.

Það er hægt að fá allskyns hugmynd af því að google eða leita í gegnum pinterest til að fá meiri innblástur. Ég sá líka gamla viðarkassa til að nota sem blómapotta. Ef maður vildi geta fært þá milli staða á veröndinni þá er tilvalið að skella litlum hjólum undir þá. Þessar myndir hér að ofan eru bara smá brot af því sem ég rakst á. En um að gera að vera svolítið frumlegur og finna sínar leiðir til að gera veröndina huggulega.

Njótum sumarsins.

Kveðja
Ágústa

,

Húðrútínan

Ég hef átt í töluverðum vandræðum með að finna góðar hreinsivörur fyrir andlitið, þar sem ég er með mjög viðkvæma húð. Þar sem ég er förðunarfræðingur og hef unnið í snyrtivöruverslunum þá hef ég prófað hin ýmsu merki.

Þau hafa yfirleitt verið góð í smá tíma en svo finnst mér virknin bara oft hætta, svo virðist húðin mín ekki þola of mikið af innihaldsefnum og hef ég stundum fengið væg ofnæmisútbrot eða kláða.

Eftir að ég flutti inn vörurnar frá Mirins Copenhagen og prófað þær, þá hefur húðin mín stórbatnað. En þær eru án parabena, litarefna og óþarfa sem finnst í hinum ýmsu kremum og snyrtivörum. Ég er mjög hlynnt því að reyna að nota sem minnst af óæskilegum efnum og nota vörur sem eru sem hreinastar.

Mirins vörurnar eru handgerðar í kaupmannahöfn og notast þau mikið við ilmkjarnaolíur í vörurnar sínar. Þær hafa hin ýmsu áhrif t.d er lavender mjög róandi fyrir húðina og gott fyrir þá sem eru með einhverskonar erting eða kláða í húð. Einnig notast þau við Tea tree olíu í Andlitshreinsinn sem er mjög hreinsandi.

Ég mæli mikið með því að nota alla Andlitslínuna frá Mirins til að hámarka virknina í þeim.

En við skulum skoða rútínuna mína 

Ef ég er með farða á mér þá nota ég hanska frá Enjo til að þrífa makeup af, en til þess nota ég bara volgt vatn í hanskann. Aðrir hanskar á markaðnum duga líka vel.

Svo tek ég Andlitshreinsinn frá Mirins og nota bara eina pumpu í lófann, en hreinsirinn er úr gelblöndu þannig það er gott að bleyta smá uppí henni nudda í lófunum og strjúka vel yfir andlitið. Hann inniheldur lavender, tea tree og piparmyntu sem gerir það að verkum að húðin hreinsast mjög vel en á mildan hátt. svo er hann svo rosalega frískandi, að manni líður mjög vel í húðinni eftirá. Stundum hef ég hann örlítið lengur á til að hann nái að vinna betur á óhreinindum.

Andlitshreinsirinn frá Mirins

Næsta skrefið í húðrútínunni minni er að nota Rósavatnið frá Mirins. Ég spreyja því létt yfir allt andlitið og hálsinn. Það kemur í raun bara í staðinn fyrir tóner hjá mér. Ég notaði mikið tóner hér áður fyrr en þoldi oft ekki að nota mikið af honum vegna þess að mér fannst þeir þurrka húðina of mikið. Nú er ég ekki að segja að Rósavatnið sé endilega betra, það hentar bara minni viðkvæmu húð betur.

Rósavatnið hreinsar, róar og minnkar svitaholur. Það má nota kvölds og morgna og einnig yfir farða. Æðislegt til að fríska uppá húðina og gefa henni fallegan ljóma.

Rósavatnið frá Mirins

Síðast en ekki síst þá er það Andlitsolían frá Mirins. En hún er ótrúlega drjúg og þarf eingögnu örfáa dropa sem ég dúmpa svo létt yfir allt andlitið. Nudda henni sérstaklega vel þar sem húðin mín er þurrari. En ég er með frekar blandaða húð. Andlitsolían eykur blóðflæðið og örvar endurnýjun frumna. í henni er að finna nærandi ilmkjarnaolíur sem við skulum skoða betur.

Frankincense ilmkjarnaolían er einstaklega góð við bólóttri húð, hún minnkar stórar svitaholur,
kemur í veg fyrir fínar línur, og hjálpar einnig við að lyfta og strekkja húðina rólega og dregur úr
einkennum öldrunar.

Lavender ilmkjarnaolían róar og græðir húðina og er sérstaklega góð fyrir þá
sem þjást af psoriasis og miklum þurrk.

Rose geranium er einstaklega góð við örum í húð, og til að minnka stórar svitaholur.

Þetta var húðrútínan mín, en ég mæli sterklega með því að nota allar vörurnar frá Mirins samhliða, til að ná sem bestum árangri. En ég fann mikinn mun á áferð húðarinnar, minnkun svitahola, meiri ljómi og mýkri húð við að nota þær.

Svo þegar ég tek mér svona spa kvöld þá nota ég maskann frá Mirins sem er yndislegur. Ég ætla að skrifa sér færslu um spa kvöld og sýna ykkur þá hvaða vörur ég nota síðar.

Vona að þessi færsla hafi komið sér vel. Það er gaman að geta deilt með ykkur minni húðrútínu, og kannski tengja fleiri við það að vera með viðkvæma húð og geta ekki notað hvaða vörur sem er.

Kveðja
Ágústa

,

Anna Kubel Ljósmyndari og stílisti

Mér finnst ótrúlega gaman að fletta gegnum instagram og fæ mikinn innblástur þaðan. Ég hef fundið ótal marga hæfileikaríka einstaklinga þar inni, þar á meðal hana Önnu sem er búsett í Stokkhólm. Hún er Ljósmyndari og Stíllisti og tekur ótrúlega fallegar draumkenndar myndir. Þær segja allar sögu og maður getur flett endalaust gegnum myndirnar hennar.

Ég fékk nokkrar myndir að láni hjá henni sem mig langar að sýna ykkur, en ef ykkur langar til að sjá fleiri þá er bara um að gera að fylgja henni á instagram.

    https://www.instagram.com/annakubel/?hl=en

Mjúkir gráir tónar einkenna íbúðina hennar. Og grænar plöntur lífga uppá rýmið.

 

Mér finnst græni liturinn á eldhússkápunum mjög fallegur og tóna vel við viðargólfið.

 

Hráir veggir og litrík blóm.

 

Hör sængurver og hvít himnasæng.

Látum þessar myndir duga í bili, ég gæti eflaust sett mun fleiri myndir hér inn. En mæli sterklega með því að kíkja á instagramið hennar þar sem þið getið látið ykkur dreyma.

Kær kveðja
Ágústa