,

5 fallegar plöntur fyrir byrjendur

Ertu að hefja þín fyrstu plöntukaup og veist ekki hvaða planta gæti hentað þér.

Ég heyri mjög oft af fólki sem er hægt og rólega að smitast af plöntuæðinu og vill byrja rólega og kaupa sér nokkrar plöntur til að fegra heimilið. En það getur oft fylgt því mikill valkvíði, sérstaklega þegar maður hefur ekki mikla þekkingu á plöntum.

Mig langar til að sýna ykkur 5 fallegar plöntur sem auðvelt er að hugsa um.

 

mánagull/mánageisli

Mánagull eða mánageisli kemur í hinum ýmsu afbrigðum græn blöð með gulu í, græn blöð með hvítu í o.fl.

þið þekkið hann alltaf af hjartalaga hangandi blöðunum. Þessi planta er mjög auðvled í notkun og allt í lagi ef hún þornar aðeins á milli. Hún er eitruð þannig gott er að staðsetja hana ofarlega á hillu eða setja hana í hengipott, svo að gæludýrin eða börnin nái ekki í hana. Plöntur sem eru eitraðar hreinsa loftið mjög vel inni hjá okkur, þær taka öll slæmu efnin sem myndast inni hjá okkur t.d af mengun, sígarettureyk, eiturefni úr málningu svo eitthvað sé nefnt.

 

String of hearts

Ég myndi segja að string of hearts sé meðal vinsælustu blómanna núna. Hún er auðvitað alveg hrikalega auðveld í umhirðu og vex einsog enginn sé morgundagurinn. þarf mjög litla vökvun vikulega. Það má alveg hafa hana á skuggsælum stað þó að flestum plöntum líði nú best í smá dagsbirtu. Það er auðvelt að taka afleggjara af henni og svo prýðir hún hvaða horn heimilsins sem er.

Hún kemur með alveg grænum blöðum, svo kemur hún með svona dökkfjólubláu undir blöðunum og mjög sjaldgæft afbrigði af henni kemur með hvítu og ljósbleiku í blöðunum.

 

Það er ákaflega fallegt að setja vír í pottinn hjá henni og vefja utanum.

 

monstera

Hér er mynd af þessari hefðbundnu monsteru

 

Monsteruna þekkja mjög margir og eflaust eiga margir hana nú þegar. En vissiru að það koma önnur afrigði af monsterunni? Ein kallast Swiss cheese og önnur er einsog hefðbundna monsteran en hún er með hvítum blöðum, ákaflega falleg.

Það er mjög auðvleet að hugsa um monsteruna og nóg að vökva hana vikurlega, og alltí lagi ef hún gleymist aðeins. Gott er að hafa nóg pláss í kringum hana því hún getur orðið mjög stór og plássfrek. hún þarf ekki sterkt sólarljós aðeins ágætis birtu en hentar alveg á skuggsælum stað líka.

 

Monstera variegated

 

Swiss cheese eða monstera obliqua

 

Rubber plant

Ficus plöntur eða Rubber plant geta orðið mjög stórar og fallegar og njóta þær sín einstaklega vel á gólfinu eða í blómastand. Það er líka hægt að kaupa mini plöntur sem gaman er að fylgjast með vaxa og dafna.
vökvun sirka einu sinni í viku og þola alveg hálf skuggsælan stað á heimilinu.

 

Þessi er orðin ansi tignarleg.

 

Ficus kemur líka variegated með smá bleiku og hvítu í blöðunum. Þannig plöntur eru í uppáhaldi hjá mér.

 

Peperomia

Peperomia kemur í ýmsum útfærslum, litum og lögun. Mjög auðveld í umhirðu einsog allar plönturnar sem ég er búin að telja upp hér að ofan. þarf litla vökvun og má alveg gleymast aðeins, mun betra heldur en að ofvökva hana því þá mun hún deyja fljótt.

Falleg og fæst oft í hinum helstu blómabúðum landsins.

 

Þær geta verið mjög ólíkar en allar af sömu tegund.

 

Ég vona að þið hafið notið þess að skoða með mér 5 fallegar plöntur fyrir byrjendur. En auðvitað eru til margskonar plöntur sem hæfa byrjendum mjög vel. En þetta eru svona topp 5 sem ég mæli með að prófa!

Njótið dagsins og sjáumst fljótt

Kær kveðja
Ágústa

, , ,

Djúsí Kjúklinga beikon quesadilla

Quesadilla fyrir 2

Ég myndi eiginlega segja það að mexikanskur matur sé í miklu uppáhaldi hjá mér, hann er bara svo hrikalega góður. Þessa quesadillu geri ég ef mig langar í góðan en fljótlegan mat. Uppskriftin er fyrir tvo en ekkert mál að stækka hana ef fleiri eru við matarborðið.

Það sem þarf í uppskriftina er:

1 kjúklingabringa
4-6 beikonsneiðar
litlar vefjur ( ég keypti heilhveiti)
ost
Gulan Doritos
kál
Gúrku
Tómata
Papriku
Avocado
Salsa sósu
Sýrðan rjóma

Krydd:

Chilli flögur
kóríander
salt og pipar
Kúmin
Smoked paprika
oregano
Töfrakrydd frá Pottagöldrum

Aðferð:

Byrjið á að skera bringuna langsum, þá er hún fljótlari að verða tilbúin. Setjið smá olíu á pönnu og steikið bringuna í gegn, kryddið létt með salti og pipar. Takið 4-6 beikonsneiðar og steikið á pönnu, takið svo til hliðar og skerið í litla bita.
Gott er að setja bringuna í skál og hún svo rifin með tvem göfflum. (lítur út einsog pulled pork)

Því næst er kryddblandan búin til, takið litla skál og setjið sirka matskeið oregano, matskeið smoked paprika, matskeið Töfrakrydd eða annað sambærilegt, smá salt og pipar, sirka matskeið kóríander og teskeið kúmin og smá chilli flögur. Athugið að ég slumpa oft bara í skálina, málin á kryddblöndunni eru ekki heilög. Kjúklingurinn er kryddaður og beikoninu blandað saman við.

Taktu tvær vefjur smurðu þær með Salsa sósu, ef þig langar að nota fljótlegu leiðina þá notaru tilbúna en ef þú vitl gefa þér meiri tíma í þetta þá er ekkert mál að búa til salsa sósu. (set uppskrift af henni síðar) þegar salsa sósan er komin á þá er kjúklingabeikon blanda sett næst og rifinn ostur.
Vefjunni lokað og meiri ostur settur yfir hana, inn í ofn á 200 gráður þar til hún er orðin gyllt að lit og osturinn orðinn krispy ofaná.

En á meðan vefjan er að bakast, þá er gott að leggja á borð. Skera grænmetið og búa til quacamole.

Quacamole

Mér finnst oft best að hafa það bara mjög einfalt, en ég set stundum smá kóríander og svona, fer bara eftir hvernig stuði ég er í.

1 stk Avocado skorið í tvennt, steininn fjarlægður og gott að kreista innihaldið í skál, stappa vel með gaffli, setja  litla tómatbita útí, salt og pipar, lime og smá chilli flögur. Hræra vel og bera fram.

Þá fer maturinn að verða til, ég set þetta beint á diskinn og opna vefjuna, passið ykkur hún er heit. set mulið osta Doritos inní loka aftur og hef salat, salsa, sýrðan rjóma og Quacamole við hliðiná. En kærastanum þykir betra að setja allt grænmetið inní vefjuna ásamt snakkinu.

Svo er bara borðað með bestu lyst.
Verði þér að góðu.

Kveðja
Ágústa

,

Innlit í sjarmerandi þakíbúð

Innlit dagsins er í sjarmerandi þakíbúð

Í dag kíkjum við í þakíbúð sem er mjög stílhrein og björt.Litapallettan er mjög einföld en hér sjást bara hvítir veggir, algjör andstæða við tískustraumana í innanhúshönnun í dag.Einsog flestir hafa eflaust tekið eftir þá eru veggir í ýmsum litum að koma sterkt inn.

Sjarminn yfir þessari íbúð er svo dásamlegur. Það má sjá fallegar upprunalegar gólffjalir og auðvitað draumurinn glerveggir, sem ég gerði sér færslu um.

Kíkjum nú á nokkrar myndir

Hér er horft inní stofu frá ganginum sem svefnherbergið og baðherbergið er.

 

Stofan og eldhúsið er í sama rýminu, ekki mjög stórt rými en huggulegt er það. sjáið þið hvað plönturnar setja mikinn svip á rýmið. Mjög sniðugt að nota þær til að fylla uppí rýmið í stað þess að hafa mikið af skrautmunum. Lifandi plöntur lífga líka svo uppá rýmið. Græni liturinn í þeim tónar líka svo vel við hvítu veggina og viðargólfið.

 

Sófinn er hafður á ská sem er ekki mjög algeng sjón, en gaman að sjá það til tilbreytingar.

 

Þegar litið er í eldhúshornið, þá má sjá gamalt borð, mér finnst nú bara þessar rispur á því gefa því meiri karakter, áfram sjáum við plönturnar, hráan viðinn og rustic blómapotta á móti hvítri stílhreinni inréttingunni.

Ég elska svona andstæður og finnst það ákaflega mikilvægt þegar verið er að innrétta rými. Og helst að nota ólík efni einsog við, plöntur og stein einsog sjá má á myndinni fyrir neðan, þá skapast hið fullkomna jafnvægi í rýminu.

 

 

Huggulegt og afar látlaust rými.

 

Ef við kíkjum inn ganginn þá sjá blómin enn um að skreyta heimilið. Það er fátt betra en nýafskorin blóm í vasa til að lífga uppá daginn. Þegar litið er uppí loftið, blasa við manni þessir dásemdar bitar sem gefa íbúðinni enn meiri karakter.

 

Þarna hægra megin sést glitta í eldhússkáp sem fellur svo vel að veggnum, sniðugt að halda honum hvítum og hlutlausum, sem passar einstaklega vel inní íbúðina.

 

Baðið er ekkert voðalega nýtískulegt en gólf og veggflísarnar gera gæfumuninn. Sjáið þið svo hvernig gólfefnið er látið flæða yfir allt og líka hjá sturtubotninum. Litlir hlutir eru svo látnir skreyta rýmið aðeins einsog sjá má í glugganum, falleg handklæði og lúpínur í vasa. það þarf ekki mikið meira en það.

 

 

Kíkjum næst inní svefnherbergið. það er ekkert voðalega stórt en mikið er það huggulegt. Þessi þakgluggi er algjör draumur, ýmindið ykkur að liggja þarna þegar farið er að dimma og horfa á stjörnubjartan himininn. Planta í Rustic pott fær að njóta sín og græni liturinn lífgar auðvitað uppá. Svo eru rúmfötin ekki að skemma fyrir. Hör rúmföt er náttúrulega algjör draumur, og litapallettan alveg að gera sig.

 

Hér setja rúmfötin punktinn yfir i-ið, græna plantan og svarti lampinn á móti hvíta veggnum er algjörlega málið.

 

Þetta litla skot í herberginu er svo krúttlegt. Nóg pláss til að líta í tölvuna, skoða tímarit eða mála sig. Alveg dásamlegt.  Þarna sést líka glitta í glerhurðina, ég fæ bara ekki nóg af þessum glerveggjum.

 

 

þarna væri ég til í að slaka á eftir langan dag.

 

Þetta heimili er svo látlaust en ótrúlega smart. Þegar skipulag íbúðar er svona gott, fallegt gólefni til staðar og tala nú ekki um glervegg sem poppar það upp, bitarnir í loftinu og þakgluggi þá er svo auðvelt fyrir mann að gera það enn heimilislegra með fáum en vel völdum hlutum.

Kveðja
Ágústa